Þrælslundin

Einföld spurning.
Hverjir hagnast mest á því að ungt fólk bindi sig í klafa
til 40 ára og eigi fáa kosti á því að flytja sig um set og
þá sérstaklega erfitt með að flytjast erlendis?

Gerið ykkur engar grillur um annað en að þið séuð bara ódýrt
vinnuafl ríkjandi afla á Íslandi.
Markmiðið er að ykkur finnist þið vera frjáls þrátt fyrir festuna.
Nú er ungu fólki boðið að eyða því sem gæti helst talist uppbót á ellilífeyri
(sem að dugir vel að merkja ekki fyrir lágmarksframfærslu)
til að eiga fyrir útborguninni í klafann.
Þetta kerfi hefur gefist fjármagnseigendum svo vel að þeir eru til í að segja
hvað sem er til að fólk haldi áfram að spila með.

Svo má ekki gleyma verðtryggingunni. Hún er tromp þessara manna.
Lán, tekið 2003, að upphæð 13,4 milljónir stendur í dag, 2016, í 20 milljónum.
Þrátt fyrir 2 milljón króna "leiðréttingu"
og að borgaðar hafi verið tæpar 14 milljónir í afborganir.
Sem að þýðir að það sé í raun búið að eyða/tapa 20,6 milljónum í/á þessu láni.
Hvar annarsstaðar á byggðu bóli þykir þetta bara í lagi?

Endilega svarið samt fyrri spurningunni fyrst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kristinn gæti svarið við spurningunni verið fjármagnseigendur + bankarnir. Græða, græða, græða með glýjuna í augunum. Verðtrygginginn er skaðræði það vita þeir sem hafa lent í henni.

Margrét (IP-tala skráð) 18.8.2016 kl. 22:11

2 identicon

Íbúð sem kostaði 13,4 í upphafi árs 2003 kostar í dag 38,2 m.kr. Hefði hún bara hækkað með vísitölu neysluverðs myndi hún kosta 26 m.kr. Þannig að raun ávöxtun yfir tímabilið er 38,2-26= 12,2 m.kr Segjum að þú hefðir lagt 3,35m m.kr í hana í upphafi lánstíma þýðir það að ávöxtun eiginfjárs á henni er um 10,7% á ári. Þú þarft ekki að borga fjármagnstekjuskatt af eigninni við sölu. Þannig að effective return er um 13,35%. Mér finnst ekkert að því? Ertu að kvarta yfir því? Get ekki betur séð en að viðkomandi hafi nú bara grætt helling á þessu "braski". 

R (IP-tala skráð) 19.8.2016 kl. 11:38

3 identicon

Það vantar inní þetta hvað þú borgaðir fyrir íbúðina og hvað hún gæti kostað í dag.

Efast samt um að hún kosti 38.2 milljónir í dag.

R reynir eins og allir varðhundar "verðtryggingar", að réttlæta þennan

viðbjóð sem verðtrygginingin er. Gleymir því að laun hafa ekki fylgst að

eins og lánin hafa hækkað. Ef lagt er allt saman, þá er útborgunin sem R nefnir 3,35 milljónir,

þú ert búin að borga 14 milljónir í afborganir en eftir stendur lánið

lánið í 20 milljónum. Samtals fyrir mér gerir þetta 37,35 milljónir.

Ef svo vildi til að þú gætir selt íbúðina á 38 milljónir eins og R nefnir

og ég stórefast um, þá færu af þeirri upphæð, ca 3 milljónir í uppgreiðslugjöld

og sölulaun. Eftir sætir þú þá með 35 milljónir og værir samt með tap.

Þvílíkur hagnaður af þessu "BRASKI"

Varðhundar verðtryggingar eru svo blindir að þeir gera sér ekki grein fyrir því

að fólk er búið að gefast upp og flýr land í umhverfi sem er manneskjulegra og

þurfa ekki að líða eins og þrælar fyrir örfáar fjöldskyldur í þessu landi.

Nægir að benda á fólk sem flutti til Noregs. Það stendur betur í dag

heldur en á Íslandi fyrir hrun. Hvernig skyldi nú standa á því..??

Hverjir eiga svo að borga þessa dásamlegu verðtryggingu þegar flestir sem vilja

hafa eitthvert líf, án þess að vera hlekkjaðir ævilangt eins og þrælar vegna

þessa viðbjóðs, eru farnir. Skora á ungt fólk að koma sér í burtu ef það vill

eitthvað almennilegt líf.

Það er ekki í boði á Íslandi, nema fyrir ör fáa útvalda.

Svo einfalt er það.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 20.8.2016 kl. 14:59

4 Smámynd: Kristinn Ágúst Eggertsson

2,7 út og í dag fengjust c.a 25-26 milljónir fyrir eignina. Hver er þá gróðinn mr R?

Kristinn Ágúst Eggertsson, 20.8.2016 kl. 18:02

5 identicon

Góðar greinar hjá ykkur Kristinn og Sigurður. Ég þekki fullt af fólki á aldrinum 45 til 60 ára sem segja. Börnin okkar fara sko ekki í þetta kerfi. Þegar þau hafa lokið námi fara þau burt að landinu. Við einfaldlega leyfum þeim ekki að fara í þessa svikamyllu.

Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 20.8.2016 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn Ágúst Eggertsson

Höfundur

Kristinn Ágúst Eggertsson
Kristinn Ágúst Eggertsson

Höfundur er Pírati og í 6. sæti á lista þeirra í suðurkjördæmi.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband