Að fá stjórnmálaflokk í vöggugjöf

Einkennilegur er sá íslenski siður að fólk þurfi að binda börn sín einhverjum stjórnmálaflokki þegar þau fæðast og það jafnvel áður en að börnunum er gefið nafn. Svipaða sögu má segja um trúmál, en það er efni í aðra grein. Allt of margir Íslendingar líta á stjórnmál sem keppnisíþrótt þ.e að það sé einhver sem sigrar og einhver sem tapar og að þú þurfir að styðja lið þitt sama hve langt "þjálfarinn" gengur gegn siðferði þínu og hagsmunum heildarinnar. Ef að hægt er að tala um sigra og töp í tengslum við stjórnmál, má færa rök fyrir því að flestir tapi á meðan örfáir beri sigur úr býtum. Oftar en ekki virðast stjórnmálaskoðanir erfast ættliða á milli og ef innt er eftir ástæðu er svarið yfirleitt "afþví bara". Engin svör. Engin ástæða. Enda byrjaði þetta allt fyrir svo löngu síðan, að það man enginn hina raunverulegu ástæðu ef að það var þá einhverntíman ástæða.
Svona var þetta og svona er þetta. En þetta þarf ekki að vera svona.

Stjórnmál 2.0

Internetið var fundið upp. Margir sögðu að það væri bara bóla. Margir af þeim sem sögðu að Internetið væri bóla, héldu afturámóti að fasteignapartýið sem stóð sem hæst um 2007 væri eilíft.
Margir af þeim óska þess nú að internetið hefði bara verið bóla. Því að internetið á erfitt með að gleyma. Internetið gleymir ekki 500milljón evra láni seðlabankans til Kaupþings korteri í hrun. Internetið gleymir heldur ekki hverjir vildu borga IceSave plús vexti. Við lifum á upplýsingaöld. Það er aragrúi upplýsinga sem að við getum orðið okkur úti um, bara með smá leit. Google er vinur okkar. Enþá amk.
Með internetinu er hægt að færa stjórnmál yfir í nýjar hæðir. Beint lýðræði er auðfengnara. Auðveldara er fyrir stjórnmálamenn að vera í tengslum við fólkið í landinu og síðast en ekki síst þá er auðveldara fyrir fólkið í landinu að vera í tengslum við stjórnmálamenn. Þar byrjar aðhaldið og ef að einhver efast um að það þurfi eitthvað aðhald, þá hefur viðkomandi ekki verið mikið að fylgjast með fréttum síðustu ár. Samt sem áður veigra stjórnmálamenn sér við því að taka tæknina í sína þjónustu þar sem að þeim hentar betur gamla pólítíkin. Gamla pólítíkin er í andarslitrunum. Upp rísa gamlir stjórnmálarefir og krefjast þess að ekkert breytist. Þeir munu ekki hafa erindi sem erfiði.

Heilagi sannleikurinn

 Ég þekki marga sem að hafa "erft" stjórnmálaskoðanir forfeðra sinna og kjósa sinn flokk algjörlega óháð því hvort að það stuðli að bættum hag þeirra eða þeirra nánustu. Margir öryrkjar kjósa sömu velluna í von um að eitthvað lagist frá því síðast. Margir sjómenn sem hafa farið illa úr kvótabullinu öllu kjósa þá sem komu kerfinu á koppinn. Afhverju? Jú, því að það er alltaf erfitt að breyta til. En það þarf ekki að vera svo erfitt.
Við þurfum ekki alltaf að sætta okkur við orðinn hlut. Við þurfum ekki alltaf að vera hrædd. Stundum þurfum við bara að þora að skipta um skoðun (já, það má). Stundum þurfum við að þora að axla ábyrgð. Stundum þurfum við að hreinsa til. Það er enginn einn heilagur sannleikur. Það er enginn einn bestur.
Aðeins öll saman erum við best.

Umræðupólítík.

Pólítík á Íslandi hefur verið eins í fjöldamörg ár. Alþingi skiptist í 2 lið. Stjórn og stjórnarandstöðu.
Svo byrjar karpið. Stjórnarandstaðan má aldrei vera sammála stjórninni allveg sama þó að um sé að ræða mál sem að samhugur er um meðal þjóðarinnar. Stjórninni dettur heldur ekki í hug að grípa þau góðu mál sem að stjórnarandstaðan hefur fram að færa. Umræður eru oft ómálefnalegar og fara fram af miklu offorsi. Frammíköll eru algeng og því er það svo að þjóðin á erfitt með að bera virðingu fyrir þinginu. Þessu þarf að breyta. Ákvarðanir þarf að taka eftir upplýstum leiðum, þar sem allt er upp á borðum og ekkert leynimakk á sér stað. Ekkert sérhagsmunapot, engar ívilnanir og enginn frændhygli. Við þurfum opna umræðu. Ákjósanlegt væri að sem flestar stéttir ættu sér fulltrúa á þingi (eins og upphaflega hugmyndin var) en ekki bara að þar sitji fólk, sem hefur "fengist" til starfsins í gegnum skyldleika. Um leið og við stígum upp úr sandkassanum, hættum upphrópunum og sættumst á rökræður, þá mun Alþingi aftur njóta virðingar. Viti borið fólk á auðveldlega að geta rætt saman þó að það hafi mismunandi skoðanir.

Hver er ómissandi?

Misskipting á Íslandi hefur alltaf verið mikil. Þrátt fyrir loforð um bættan hag aldraðra og öryrkja þá hefur heilbrigðiskerfið sjaldan eða aldrei staðið verr. Einhverja milljarða vantar til að það sé hægt að reka hérna fullkomið heilsugæslukerfi, þar sem þegnar landsins þurfa ekki að draga upp veskið þegar þeir heimsækja lækninn. En þeir peningar eru aldrei til. Ekki einusinni þegar okkur er lofað að það verði yfir 70 milljarða afgangur af fjárlögum. Afhverju ekki að þrusa hluta af þessum peningum í heilbrigðiskerfið? Þrátt fyrir fögur fyrirheit um afnám verðtryggingar, þá er hún alltaf notuð sem kosningaloforð. En samt gengur ekkert að afnema hana. Fólkið sem lofar því að afnema hana á fjögurra ára fresti sér samt enga ástæðu til að hleypa öðrum að, sem að kannski gætu afnumið hana á fjórum árum. Það er hluti af gömlu pólítíkinni. Annar hluti af gömlu pólítíkinni er að gera lítið úr "andstæðingnum". Fara í manninn en ekki málefnið. Margir hafa fallið í þá gryfju, að fara að smána persónu, aðeins vegna þess að hún hefur aðrar skoðanir. Að mínu mati ættu ekki að vera til atvinnupólítíkusar. Um leið og mannlegi þátturinn fer að dala, þá ætti að skipta fólki út. Fá ferska strauma inn.

Ríka ríkið

Eins og flestir vita eigum við nánast öll heimsmet, þegar miðað er við höfðatölu. Við gætum verið ríkasta þjóð í heimi, þar sem allir þegnarnir gætu lifað mannsæmandi lífi. Við gætum verið menntaðasta þjóð í heimi, ef að allir hefðu jöfn tækifæri til menntunnar. En svo er ekki, vegna þess að auðnum er misskipt. Honum er misskipt á milli þeirra sem að setja lögin og skyldmenna þeirra. Aðrir fá nasasjón af honum, gegn því að lofa eitilhörðum stuðningi við viðkomandi flokk en svo eru enn aðrir sem aldrei fá neitt. Ef að auðlindum landsins væri skipt jafnt á alla, væru allir íslendingar sæmilega stæðir. Við myndum útrýma fátækt og gætum byggt upp hér þjóðfélag þar sem allir hefðu jafna stöðu. Jafna möguleika á menntun.
Ísland er sennilega (enn og aftur miðað við höfðatölu) best stæða ríki heims þegar litið er til auðlinda. Gerum nú eitthvað skynsamlegt úr þessu. Byggjum upp jafnrétti. Stöndum saman. Leyfum öllum landsmönnum að njóta ágóða auðlindanna.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Kristinn Ágúst - sem og aðrir gestir, þínir !

Og: velkominn, á hina gagnmerku Hádegis móa vakt (Mbl. spjall (blog) svæðið.

Ég má til - þar sem ég er velkunnugur foreldrum þínum / sem eldri systkinum, að góðu einu, að vara þig við þeim illa félagsskap, sem Píratarnir hafa að geyma:: saman súrraðir, við gamla valdakerfið, í landinu.

Því miður.

Sumarið 2015: þá Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi Utanríkisráðherra hér á landi, lagði til atlögu, við gamalgróin viðskiptasambönd Íslands og Rússneska Sambandslýðveldisins (áður:: Sovétríkjanna 1922 - 1991, sem hurfu á braut góðu heilli, á síðara áratalinu), með hinu forkastanlega ''viðskiptabanni'' sínu, til að þóknast ESB/Pentagón og NATÓ samsteypunni, stukku þessir ''vinir'' þínir Píratar á vagn Gunnars Braga, með velþóknun Birgittu Jónsdóttur, og safnaðar hennar.

Þar - fara sannkallaðir Úlfar í Sauðargærum, sem án minnsta hiks, fylgdu rotþró hinna flokkanna 5, í algerri blindni, í því máli, sem ýmsum annarra.

Margt annað: mætti tiltaka Kristinn Ágúst:: s.s., fylgispekt Pírata við niðurrif Reykjavíkur flugvallar, í einka- gróða poti hinna úrkynjuðu Valsmanna suður í Reykjavík, einnig.

Þá - styðja Píratar / eins og þægir Snatar í böndum, óheftan innflutning Múhameðskra villimanna hingað til lands, þó svo ALLIR aðrir ættu fremur velkomnir að vera hingað, eins og hógværir Hindúatrúarmenn frá Indlandi og Sri Lanka (Ceylon), sem og Bhúddistar frá Víetnam - Búrma og Thaílandi t.d., fólk:: sem hefir gerst nýtir samborgarar okkar, ekki síður, en Pólverjar, t.d.

Þér að segja Kristinn minn: þá eru helztu möguleikar Íslendinga í framtíðinni, til þess að koma hlutum hér í lag, að ráða dugmikinn rekstrarmann, sem kynni á hefðbundna stjórnum fyrirtækis, t.d., frá Japan - Suður- Kóreu eða Taíwan, í stað fífla fyrirkomulagsins núverandi, með nýkjörinn Guðna Th. Jóhannesson, sem Toppfígúru fáránleikans suður á Bessastöðum á Álptanesi, fyrir nú utan þings- og stjórnarráðs apparötin fokdýru, sem öllu eru að kafsigla hér, með síaukinni skriffinnzkunni, með:: liðstyrk títtnefndra Pírata, m.a.

Þjóðveldis tilraunin (930 - 1262/1264) - sem og Lýðveldis tilraunin 1944 - 2008 / og síðan, gengu einfaldlega ekki upp,  því þarf að leita nýrra leiða, eigi ekki enn verr að fara, síðuhafi góður.

Með: hinum allra beztu kveðjum / til foreldra þinna og systkina, frá Efra- Ölfusi (Hveragerðis- og Kotstrandar skírum) //   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.7.2016 kl. 22:10

2 Smámynd: Kristinn Ágúst Eggertsson

Sæll Óskar Helgi.

Auðvitað verða aldrei allir sammála öllu því sem að Píratar gera en ólíkt öðrum flokkum, þá geta kjósendur haft bein áhrif á það hver stefna flokksins er í hverjum málaflokki. Það fæst með því að skrá sig á x.piratar.is og taka þátt í kosningum og stefnumótun.

Ég hef oft velt því fyrir mér hvort að það væri skynsamleg leið að hafa einræðisvald, en eftir að hafa eytt miklum tíma í að kynna mér slíkt, þá hef ég komist að þeirri niðurstöðu að lýðræðið er betra. En til þess þurfum við beint lýðræði.

Varðandi "óheftan innflutning Múhameðskra villimanna" vil ég bara segja þér að ég skelfist mun frekar valdsjúka og peningagráðuga stjórnmálamenn sem láta sig engu skipta hvað verður um almenning í landinu.

Kristinn Ágúst Eggertsson, 25.7.2016 kl. 19:48

3 identicon

Sæll á ný - Kristinn Ágúst !

Og: þakka þér fyrir, drengileg andsvörin.

Jú - jú, Píratar: líkt hinum viðrina flokkunum 5, hafa í frammi alls lags fagurgala og Gylliboð Kristinn minn, en af langri reynzlu minni í, að fylgjast með stjórnmálunum (síðan:: um 1970, heima á Stokkseyri, og síðan) hefir mér lærst all margt, um ónáttúru þessa liðs: flezts þess, sem á hið morkna alþingi hefir sezt, með skelfilegum afleiðingum, fyrir þorra landsmanna.

Skattheimtan (og þjófnaðurinn, úr vösum landsmanna): nær því að nema upp undir 85 - 90% tekna fólks / í stað þess, að vera einungis 10% (gamla Miðalda viðmiðið = Tíund), eins og vera ætti - FLATT:: vel, að merkja, Kristinn Ágúst.

Svarti markaður - sem aðrar efnahagslegar landlægar plágur, væru ekki til, svo dæmi mætti nefna.

Jú: Hernaðarlegt einræðisvald (eða fámennis) Sterkra manna (sbr. Lýðveldið Kína (Taíwan), undir stjórn Chiang´s heitins Kai- shek, 1928 - 1975 f. 1887), væri mun ákjósanlegri kostur, en gerfi- lýðræði það, sem við nú, búum við, t.d.

Legg að jöfnu Kristinn minn - Múhameðska viðbjóðinn / sem og þá valdasjúku og peningagráðugu stjórnmálamenn, sem þú nefnir í niðurlagi svars þíns, (í athugasemd nr. 2), að viðbættum Kommúnistum og Nazistum, vitaskuld.

Ekki síðri kveðjur - hinum fyrri, og áður /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.7.2016 kl. 21:24

4 identicon

þú er flottur kandidant í þetta verkefni vinur.

Óskar Ingi (IP-tala skráð) 25.7.2016 kl. 23:52

5 identicon

það sem mér hefur aðallega sýnst klikka með einræðisvaldið er að sá sem er einráður, virðist oft verða geðveikur við það... hvað með einræði þar sem valdhafinn er ráðinn eins og starfsmaður með 3 mánaða uppsagnarfrest... eða sagt upp samstundis, verði hann uppvís að einhverju sem kallaði á slík viðbrögð... það er til fyrirtæki í heiminum sem gengur vel og hafa svipaðan starfsmannafjölda og ísland hefur íbúa... svo afhverju ekki að reka ísland eins og fyrirtæki? ... miðað við það sem ég hef séð, þó ég hafi ekki mikla reynslu af stjórnmálum... þá held ég að íslendingar séu betri í að reka fyrirtæki en lönd

Óskar (IP-tala skráð) 26.7.2016 kl. 02:17

6 identicon

Sælir - á ný !

Nafni minn: Ingi (kl. 23:52, 25. VII.) !

Hugnanlegri örlaga: óska ég Kristni Ágústi til handa, en að ánetjazt rumpulýðs grúppu Pírata skrattanna, ágæti drengur.

Nafni minn: (kl. 02:17) !

Vitaskuld: er einræðis / eða fámennisræði tvíbent oft á tíðum, þó geðfelldara sé, en þjófaklíkur hvítflibba- og femínízkra blúndu kerlinga, sannarlega.

Ánægjulegt þó - að þú skulir viðurkenna sjálfsagðan möguleika fyrirtækis rekstrarins, í stað þess fígúru- og sjálftöku kerfis, sem nú er við lýði, í landinu.

Hinar sömu kveðjur - sem fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.7.2016 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn Ágúst Eggertsson

Höfundur

Kristinn Ágúst Eggertsson
Kristinn Ágúst Eggertsson

Höfundur er Pírati og í 6. sæti á lista þeirra í suðurkjördæmi.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband