Stóra tækifærið

Fyrir síðustu kosningar höfðu íslendingar gott tækifæri
til að breyta stjórnarháttum hér á landi með því
að kjósa önnur framboð en þessi fjögur stóru
(Sjálfstæðisflokk, Framsóknarflokk, Samfylkingu og Vinstri Græn)

Ég leyfi mér að fullyrða að ef kjósendur hefðu lokað á 4flokkinn, þá hefði heimsbyggðin öll tekið eftir.

En svo fór að loforðaflaumurinn kaffærði nýju framboðin og fékk meirihluta.

Næstu kosningar verða sögulegar allveg sama hvernig fer. Píratar mælast stærstir um þessar mundir, en Sjálfstæðisflokkurinn er enþá mjög stór. Framsókn er illa haldin af innbyrðis deilum og virðist ætla að taka Sigmundi fagnandi aftur.

Þessvegna segi ég að stóra tækifærið sé núna.

Aldrei áður höfum við haft jafn gott tækifæri til að breyta kerfi sem að við mörg erum svo ósátt við.
Aldrei áður höfum við haft jafn gott tækifæri til að koma peningaöflunum frá.
Aldrei áður höfum við haft jafn gott tækifæri til að ná fram jöfnuði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég vil byrja á því að votta þér samúð mína, fyrir að hafa látið þennan vinstrisinnaða anarkistaflokk leiða þig út á hálar brautir og ég geti ekki betur séð en að þeim hafi tekist verkið ágætlega til.  Hvar getur fólk eiginlega séð hvað Píratar standa fyrir og ætla að gera?  Þeir hafa haft næstum heilt kjörtímabil til að sýna fólki eitthvað og á þeim tíma hefur EKKERT komið frá þeim.  Og hvað er það eiginlega sem bendir til að eitthvað komi frá þeim í framtíðinni????

Jóhann Elíasson, 25.7.2016 kl. 21:18

2 Smámynd: Kristinn Ágúst Eggertsson

Þakka ótímabærar samúðarkveðjur, kveðjur sem að ættu sennilega betur heima annarsstaðar.

Ég sé ekki allveg hvernig að flokkur sem að leggur mikla áherslu á grasrótarstarf getur verið anarkískur. Það er einfaldlega hugmyndafræðilegur ómöguleiki ef vitnað er í orð Bjarna Ben.

Þó svo að Píratar hafi NÆSTUM HAFT HEILT KJÖRTÍMABIL með 3 manneskjur gegn 60 á þingi, finnst mér ómaklegt að ætlast til einhverra stórvirkja. En ég spyr á móti, hvað hafa Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur fram að færa eftir áratuga þaulsetu á þingi? Ætla þeir enn að afnema verðtrygginguna? Eða má það ekki, því að þá verða kosningaloforðin færri? Ætla þeir að hækka matarskattinn? Eða að bjóða hingað hollendingum í sjúkrahússpartý sem að gengur endanlega á milli bols og höfuðs á íslenska heilbrigðiskerfinu?

Kristinn Ágúst Eggertsson, 26.7.2016 kl. 00:12

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hversu oft hefur þetta heyrst nú á yfirstandandi þingi að Píratar séu svo fáliðaðir og ekki hægt að ætlast til þess að þeir geri mikið og þannig er réttlætt að þeir hafa EKKERT gert það sem af er og meira að segja var þessi afsökun notuð vegna þess að þeir NENNTU EKKI að mæta á nefndarfundi.  Það er ekki eins og Píratar séu fyrsti litli þingflokkurinn á Alþingi og ekki hefur það komið í veg fyrir að fólk hafi sinnt lögboðnum þingstörfum fyrr en núna.  Hafa Píratar lagt mikla áherslu á grasarótarstarf?  Reyndar kemur svoleiðis lagað fram á heimsíðu þeirra en hver hefur reyndin verið?  Þú virðist vera nokkuð mikið fyrir það að spyrja spurninga og svara þeim hálfpartinn sjálfur, ER ÞAÐ ÞANNIG SEM ÞÚ ÁÆTLAR AÐ VINNUBRÖGÐIN EIGI AÐ VERA Á ÞINGI?  Svona þér að segja var það "Ríkisstjórn Fólksins" (ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur), sem næstum tókst að ganga frá heilbrigðiskerfinu á Íslandi, með niðurskurði af stærðargráðu sem á sér ekki nokkra hliðstæðu.  Og það var Hreyfingin sem hélt lífinu í þeirri ríkisstjórn síðustu mánuðina. TVEIR af þingmönnum Hreyfingarinnar eru í röðum Pírata núna, þau Birgitta Jónsdóttir og Þór Zaari svo einhver er ábyrgð Pírata þó sjálfsagt reyni þeir að sverja allt af sér.

Jóhann Elíasson, 26.7.2016 kl. 07:39

4 Smámynd: Ómar Gíslason

Píratar eru bara poppumlismastjórnmál! Þetta er óreiðuflokkur afspengi Hreyfingarinnar og árangur ykkar á þingi er ekkert.  

Ómar Gíslason, 26.7.2016 kl. 10:50

5 identicon

Sæll Kristinn Ágúst - sem og aðrir gestir, þínir !

Kristinn Ágúst !

Í Guðanna bænum: taktu ekki plammeringar Jóhanns Stýrimanns stórvinar míns Elíassonar:: svo og Ómars Gíslasonar inn á þig, persónulega.

Auðvitað: styddi ég heilshugar, að þú næðir að snúa á braut, frá ógæfu einstigi Pírata hræsnaranna, en, ........ það verður að viðurkennast, að þeir Jóhann og Ómar hafa verið / og eru:: full leiðitamir glæpaklíku Sigurðar Inga (lesizt: Sigmundar Davíðs), og Bjarna FALSONar Engeyings, sé mið tekið af áður þróttmikilli andstöðu þeirra félaga, við óværu hyski Jóhönnu og Steingríms J. (2009 - 2013): þér, að segja.

Jóhann Stýrimaður, og Ómar !

Vitaskuld: eru Píratar ómerk leiguþý, hinna flokkanna 5, í hverju málinu á fætur öðru:: sbr. óforsvaranleg útlendingalög Óttars Proppé og Unnar Brár Konráðsdóttur og vina þeirra, sem og viðurstyggilegan fjandskapinn við Rússneska Sambandslýðveldið (Makríl sölubannið 2015), en lítið ykkur nær piltar, í ykkar stefnumiðum, áður en þið takið frekar til við, að hnýta í þennan unga og dugmikla Stokks eyring, ágætu drengir.

Virðið fyrir ykkur - sviksemi og lygavefi núverandi valdhafa, þar hallar ekki á þau, í samanburðinum, við andstyggðar klíku Jóhönnu og Steingríms J., forðum !!!

Með beztu kveðjum: úr Efra- Ölfusi (Hveragerði), sem oftar /     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.7.2016 kl. 12:35

6 Smámynd: Kristinn Ágúst Eggertsson

Sælir allir.

Ef við byrjum á þér Jóhann, þá gætir þú með örlítilli fyrirhöfn komist að því hvernig grasrótarstarf pírata virkar. Þú gætir t.d mætt á málefna eða spjallfundi, skráð þig á x.piratar.is og haft áhrif á stefnumótun. 
Það má vel vera að það hafi oft verið sagt að Píratar séu lítill flokkur og þessvegna eigi þeir erfitt með að hafa áhrif. En endilega bentu mér á stórmál sem að aðrir 3manna flokkar hafa komið að á alþingi. (og þá undanskil ég sjálfstæðis og framsóknarflokk, því þeir hafa fleiri þingmenn en stjórnast að því er virðist af 2-3 mönnum)
Eins er það nú bara hreinlega virðingarvert að fólk eins og þingmenn Pírata viðurkenna það að þau hafi ekki tíma til að kynna sér öll þau mál sem að til kasta alþingis koma, frekar en að ljúga. Ég er nokkuð viss um það að það hafa margir alþingismenn kosið með eða á móti einhverju máli, þrátt fyrir að hafa varla hugmynd um hvað það snérist.

Ef ég fer svo í þig Ómar, þá er nú varla til meiri poppúlismi en loforðagjálfur Framsónar fyrir síðustu kosningar.

Lifið heilir.

Kristinn Ágúst Eggertsson, 27.7.2016 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn Ágúst Eggertsson

Höfundur

Kristinn Ágúst Eggertsson
Kristinn Ágúst Eggertsson

Höfundur er Pírati og í 6. sæti á lista þeirra í suðurkjördæmi.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband